Íbúðin er ekki lengur í leigu
Góð 2ja herbergja íbúð til leigu (1 svefnherbergi, stofa, bað og eldhús) í lengri eða skemmri tíma. Íbúðin er ca 10 mín. frá MCO(Orlando flugvöllur) flugvelli í Orlando, á svæði sem heitir Ventura.
Á Ventura svæðinu er glæsilegur 18 holu golfvöllur.
Svæðið er afgirt og er gæsla á svæðinu allan sólahringinn.
Innan svæðisins er:
18 holu golfvöllur
3 sundlaugar (ein upphituð)
tennisvöllur ,klúbbhús,
líkamsræktarsalur og fleira.
Í íbúðinni eru: þvottavél, þurrkari, uppþvottavél, barnaferðarúm, svefnsófi ,rúmföt, handklæði ofl.
Internet er í íbúðinni.
Nokkrar myndir af íbúðinni má sjá að neðan.
Ventura er vel staðsett í hjarta Orlando og stutt í skemmtigarða eins og Disney World, Universal Studios, Sea World og Wet´n Wild. Einnig er stutt í Florida Mall, Fashion Square Mall og alla aðra þjónustu.
Bloggar | 1.5.2021 | 20:03 (breytt 26.9.2022 kl. 08:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)